Strandblak

Dags: 01.07.2012

Emil og Eiki strandblakÚrslit á öðru stigamóti sumarsins

Annað stigamót sumarsins fór fram á Þingeyri við Dýrafjörð um helgina. Mótið hófst á föstudagskvöldið í B-deild kvenna og spilað þar til klukkan var langt gengin í 23 en þar sem sólin er hátt á lofti þá hafði það ekki áhrif þó seint væri.

Mótið hófst svo aftur á laugardagsmorgni kl 8:00 svo það næðist að klárast á þessum tveimur sólahringum.

Að þessu sinni var mótið spilað í riðlum þar sem fjöldi liða passaði mátulega fyrir það.

Í B-deild kvenna urðu úrslit eftirfarandi eftir marga jafna og langa leiki:

1. sæti - Perla og María UMFA
2. sæti - Elísabet og Jóhanna HK
3. sæti - Þórey og Matthildur HK

í A-deild kvenna voru flest sterkustu liðin mætt og urðu úrslit eftirfarandi:

1. sæti - Fríða og Birta HK
2. sæti - Birna og Elma KA
3. sæti - Unnur og Ásthildur HK

Ein deild var spiluð í karlaflokki og mættu þar 5 lið. Úrslitin urðu eftirfarandi:

1. sæti - Emil og Eiki HK
2. sæti - Einar og Arnar HK
3. sæti - Biggi og Gummi HK

Næsta mót verður haldið í Fagralundi í Kópavogi dagana 13. - 14. júlí og er skráning þegar hafin

*Mynd af Eika og Emil fengin af Facebook

 


Polar púlsmælar

Kjörís

Under Armour